NærVera
2025 I Í LOFTSKEYTASTÖÐIN
Verkefnið var styrkt af Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík. Á vegum ungmenna fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, unnið í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International.
Sýningin NærVera samanstendur af ljósmyndum úr 25 einnota filmumyndavélum sem dreift var til 30 einstaklinga á aldursbilinu 6 til 75 ára. Þátttakendur leituðust við að fanga nærumhverfi sitt með áherslu á þá náttúru sem þeir umgangast í daglegu lífi innan marka Reykjavíkur. Myndefnið er fjölbreytt og persónulegt. Hér má sjá augnablik fönguð á filmu sem oft fara fram hjá okkur og opinbera það hvernig náttúran er til staðar jafnvel þegar við erum ekki endilega meðvituð um það.
Markmiðið verkefnisins var að hvetja þátttakendur til að íhuga tengsl sín við náttúrulegt umhverfi og veita spurningum, um samneyti okkar við náttúruna, rými: Hvar hittum við hana? Hvernig birtist hún okkur í hversdagsleikanum? Erum við alltaf meðvituð um nærveru hennar og áhrif?
Ljósmyndirnar endurspegla fjölbreytt sjónarhorn og upplifanir. Hið manngerða mætir hinu náttúrlega. Frá nánum fundum við plöntur, dýr, landslag og veður, til augnablikanna þar sem náttúran rýfur hversdagsleikann. Birtist okkur jafnvel óvænt í skugga, hljóði eða hreyfingu.
Spuningar á borð við „Hvaða náttúru eða náttúrufyrirbæri hefur þú aðgengi að í daglegu lífi?“ og „Hvað upplifir þú sem myndræn tákn fyrir þau vandamál sem tengjast misnotkun á náttúrunni og/eða loftslagsáhrifum?“ voru meðal þeirra kveikja sem þátttakendur höfðu sér til hliðsjónar í ljósmyndaferlinu. Með því að safna saman myndunum er leitast við að varpa ljósi á það hvernig þessi umgengni og samskiptin sem í henni felst móta skilning okkar á umhverfinu sem umlykur okkur á hverjum degi, hvernig við höfum áhrif á náttúruna og hún okkur, meðvitað eða ómeðvitað.
SÝNINGARSTJÓRN: ERLA SVERRISDÓTTIR OG STEFANÍJA SIGURDÍS JÓHÖNNUDÓTTIR
VERKEFNASTJÓRN: STEFANÍJA SIGURDÍS JÓHÖNNUDÓTTIR
MATAHÖNNUN: ELÍN ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR